Skilmálar
- Almenn ákvæði
Skilmálar þessir gilda um kaup á vöru á vefsvæðinu www.golfsveiflan.is. Eigandi er Donk ehf., kt. 660210-0830. Til einföldunar verður hér eftir talað um Donk ehf eða www.golfsveiflan.is sem Golfsveiflan. Með því að nota vefsíðu og vefverslun Golfsveiflunnar samþykkir og viðurkennir neytandi að hann hafi kynnt sér, skilið og samþykkt, án fyrirvara, skilmála þessa, eins og þeir eru á hverjum tíma. Neytendur eru hvattir til þess að lesa skilmála þessa vandlega áður en þeir versla í vefverslun Golfsveiflunnar. Golfsveiflan áskilur sér rétt til að breyta reglum og skilmálum þessum án fyrirvara.
Donk ehf., er eini söluaðili á vörum Orange Whip golf á Íslandi. Skrifstofa félagsins er staðsett að Fagralundi 4., 300 Akranesi Virðisaukaskattsnúmer 104177. Símanúmer er 6959865. Ef þú hefur einhverjar ábendingar um vefverslun Golfsveiflunnar, biðjum við þig um að senda okkur tölvupóst á netfangið compex@compex.is.
Sért þú undir 16 ára aldri viljum við vekja athygli þína á að nauðsynlegt er að þú og forráðamenn þínir kynnið ykkur skilmála þessa áður en þú skráir þig inn á síðuna.
Kaupandi“ er einstaklingur, sem er aðili samnings en stundar ekki viðskipti eða aðra athafnastarfsemi, þ.e. einstaklingur sem kaupir vöru eða þjónustu í skilningi laga um neytendakaup nr. 48/2003. Kaupandi verður að vera a.m.k. 16 ára. „Kaupandi“ getur líka verið fyrirtæki en lög um um þjónustukaup nr. 42/2000 eiga þá við. Þessi lög gilda um réttarstöðu samningsaðila þegar sérstökum ákvæðum þessara skilmála sleppir. Golfsveiflan selur vörur eða þjónustu til kaupanda á vefsvæði sínu. Golfsveiflan býður einnig kaupanda að fá vöruna senda heim til sín eða sækja á lager fyrirtækisins.
2. Verð
Öll verð í vefverslun Golfsveiflunnar eru í íslenskum krónum og með virðisaukaskatti. Verð eru birt með fyrirvara um innsláttarvillur, prentvillur og myndvillur. Golfsveiflan áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga og einnig að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Þetta á einnig við ef um villur í reiknireglum vefverslunar er að ræða.
3. Vörur til einkanota
Vörurnar í vefverslun Golfsveiflunnar eru eingöngu til persónulegra nota. Undir engum kringumstæðum er heimilt að stunda endursölu á vörum Golfsveiflunnar. Golfsveiflan áskilur sér rétt til að stöðva afgreiðslu pantana eða halda eftir hluta þeirra ef talið er að þær brjóti í bága við þessa skilmála.
4. Greiðsluleiðir
Hægt er að inna greiðslu af hendi með greiðslukorti, debetkortum eða millifærslu. Við millifærslu skal ganga frá greiðslu innan 24 tíma frá pöntun, annars ógildist pöntunin. Golfsveiflan er eigandi vörunnar þar til andvirði hennar er að fullu greitt.
5. Afhending vöru og heimsending
Allar vörur eru afgreiddar næsta virka dag eftir pöntun. Sé varan ekki til á lager mun starfsmaður golfsveiflunnar hafa samband með tölvupósti og tilkynna áætlaðan afhendingartíma vörunnar. Öllum pöntunum er dreift af Íslandspósti og gilda afhendingar-, og ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. Golfsveiflan ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Ef vara týnist eða verður fyrir tjóni frá því að hún er send frá Golfsveiflunni til viðkomandi er tjónið á ábyrgð kaupanda.
Heimsending er einungis í boði innanlands.
6. Skilafrestur
Kaupandi hefur 30 daga til að hætta við kaupin að því tilskildu að hann hafi ekki notað vöruna og henni sé skilað í upprunalegu ástandi í óuppteknum umbúðum. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið, hyggist neytandi nýta sér skilarétt sinn. Fresturinn byrjar að líða þegar varan er afhent skráðum viðtakanda. Kvittun fyrir vörukaupunum þarf að fylgja með. Endurgreiðsla er framkvæmd með endurgreiðslu á kreditkort eða millifærslu. Kostnaður við að skila vörunni, s.s. sendingarkostnaður, greiðist af kaupanda.
7. Galli
Ef neytandi kaupir gallaða vöru í vefverslun Golfsveiflunnar er boðið upp á nýja vöru, afslátt eða endurgreiðslu kaupverðs. Það fer eftir atvikum og eðli gallans hvaða leið er valin hverju sinni. Um rétt neytanda, þ.e.a.s. einstaklingar sem versla í vefverslun Golfsveiflunnar, eigi í þágu atvinnurekstrar, vegna galla vísast til laga um neytendakaup nr. 48/2003. Varðandi rétt fyrirtækja og einstaklinga sem versla í vefverslun Golfsveiflunnar í þágu atvinnurekstrar vísast til laga um lausafjárkaup nr. 50/2000.
8. Meðferð persónuupplýsinga
Þegar neytandi verslar vöru í vefverslun Golfsveiflunnar getur þurft að gefa upp persónuupplýsingar, þ.e. nafn neytanda, heimilisfang, búsetuland, símanúmer, netfang og greiðsluupplýsingar. Golfsveiflan mun safna persónuupplýsingum sem að framan greinir aðeins í þeim tilgangi að hægt sé að klára pöntun á vöru í gegnum vefverslunina. Golfsveiflan fer með allar persónuupplýsingar af ýtrustu varúð og sem algjört trúnaðarmál. Öll meðhöndlun persónuupplýsinga þeirra sem neytandi gefur Golfsveiflunni er í samræmi við gildandi lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga eins og þau eru á hverjum tíma.
Þegar neytandi skráir sig á póstlista Golfsveiflunnar fer netfang neytanda á póstlista. Hægt er að afskrá sig af póstlistanum með því að smella á vefslóð í tölvupósti sem sendur er á netfang neytanda.
9. Lög og varnarþing
Skilmála þessa ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur eða telji einhver að hann eigi kröfu á hendur Golfsveiflunni á grundvelli skilmála þessa, verður slíkum ágreiningi eða kröfu vísað til meðferðar hjá íslenskum dómstólum.